ÍÞRÓ1LH01 - Lífsstíll og heilsa

heilsa, lífsstíll

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Forkröfur: Engar.
Í áfanganum er fjallað um næringu og mataræði og áhrif tóbaks og áfengis á líkamann. Fjallað er um hvað felst í hollri og góðri næringu með tilliti til íþrótta og daglegrar fæðu. Einnig eru gefnar ráðleggingar um hentugt mataræði og matarvenjur. Þá verða nemendur fræddir um gildi heilbrigðs lífernis og skaðleg áhrif ýmissa efna á líkamann. Í áfanganum er lögð áhersla á verklega og fræðilega þætti tengda skipulagi þjálfunar. Nemendur fá að gera eigin þjálfunaráætlun, auk þess sem fjallað er um líkamleg og sálræn áhrif þjálfunar. Farið er yfir helstu líffræðilegar forsendur þjálfunar, svo sem starfsemi vöðva, liða, tauga og blóðrásar. Fjallað er um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og nemendum gerð grein fyrir ábyrgð á eigin líkama. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og fá að kynnast möguleikum umhverfisins til líkams- og heilsuræktar. Nemendur verða hvattir til að tengja tölvu- og upplýsingatækni við skrásetningu upplýsinga og vinnu að eigin áætlanagerð.

Þekkingarviðmið

 • flokkun næringarefna í fæðunni
 • mismunandi áhrifum næringarefna og mataræðis á líkamann
 • skaðlegum áhrifum áfengis, tóbaks og annarra vímuefna á líkamann
 • möguleikum til heilsuræktar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni

Leikniviðmið

 • meta eigin líkamsástand
 • klæða sig til íþróttaiðkunar eftir aðstæðum, úti sem inni
 • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu
 • taka þátt í alhliða líkams- og heilsurækt

Hæfnisviðmið

 • leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta grunnþol
 • taka þátt í fjölbreyttri líkams- og heilsurækt jafnt úti sem inni
 • nýta sér eigin þekkingu til að framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar að því að auka líkamlega getu til íþrótta og útivistar
 • framkvæma eigin þjálfunaráætlun sem miðar að því að auka líkamlegt þol
 • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
Nánari upplýsingar á námskrá.is