UPPT1GR03 - Upplýsingatækni

Grunnur

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Í áfanganum vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpun og ímyndunarafl. Þeir læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Í framsetningarforritum búa þeir til glærukynningu um sig sjálfa og kynna fyrir hópnum. Í ritvinnslu vinna þeir með texta af ýmsum toga og móta hann. Þeir setja upp ritgerðir með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar.

Þekkingarviðmið

 • helstu póst- og samskiptanetum
 • aðgerðir í helstu forritum til framsetningar og miðlunar á texta
 • textavinnslu og framsetningu texta
 • höfundarétti og notkun heimilda
 • siðfræði og siðferð Netsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði)

Leikniviðmið

 • markvissri notkun póst- og samskiptaneta
 • mótun og framsetningu á texta á ýmsan hátt og átti sig á læsileika hans
 • aðgerðum í helstu forritum hugbúnaðar, svo sem framsetningu og ritvinnslu
 • meðferð heimilda og framsetningu á þeim
 • öruggum netsamskiptum
 • sjálfstæðum vinnubrögðum

Hæfnisviðmið

 • meta, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi)
 • vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðlað að læsileika hans
 • setja upp heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnisyfirliti, mynda- og töfluyfirliti
 • stunda örugg netsamskipti og sýni þar gott siðferði
 • vinna sjálfstætt að verkefnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is