Skólinn

 

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er framhaldsskóli sem býður fjölbreytt bóklegt og verklegt nám. Skólinn starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008.  Skólinn er áfangaskóli en í því felst að námsefni í einstökum greinum er skipt niður í afmarkaða áfanga sem kenndir eru í eina námsönn og lýkur með prófi eða öðru námsmati í annarlok.  Brautskráning er í lok hverrar annar.   Undanfarin ár hafa um 260 nemendur stundað nám í skólanum.   

Heimilisfang: Dalavegur 2

Póstnúmer: 900 Vestmannaeyjum

Aðalsími skólans: 488 1070

Myndsími (fax): 488 1071

Skólameistari: Helga Kristín Kolbeins 

Húsvörður: Sigurjón Eðvarðsson gsm sími 6247464

Heimasíða: www.fiv.is
Netfang skólans: skrifstofa@fiv.is
Kennitala: 660381-0159

Formaður nemendafélags: Magnús Sigurnýjas Magnússon