Útprentun leiðbeiningar

Þegar skjal er prentað út er hægt að prenta úr borðtölvu, fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma, en þá er farið á vefsíðu (prentari/m) eða (lyngfell/m) þessi vefsíða virkar einungis inn á netkerfi skólans. Þar skráið þið ykkur inn með notendanafni og lykilorði (sama og inn á ský skólans). Þar er val um að hlaða upp skjölum af tölvunni, einnig er hægt að eyða út skjölum sem bíða prentunnar.  (Sjá leiðbeiningar hér).
Þá fer skjalið á prentbiðröð þar sem það geymist þar til notandinn sækir það í ljósritunarvél inn á bókasafni, skjalið geymist í sjö daga. (Sjá leiðbeiningar hér)

Ef ekki er búið að skrá kort í kerfið er það gert á ljósritunarvélinni inn á bókasafni, einnig er hægt að skrá sig á ljósritunarvél með notendanafni og lykilorði (sami aðgangur og er á borðtölvur skólans, mælt er með því að nota kort. (Sjá leiðbeiningar hér)

Þið nálgist kortin á skrifstofu skólans, greiða þarf 1000kr til að fá kortið, kortinu fylgir 1000kr inneign sem hægt er að fylla á þegar hún klárast. Áfyllingin er gerð á skrifstofu skólans.

Ef kort týnist þarf að greiða 500kr til að fá nýtt kort.