Velkomin á vef FIV
Alþjóðlegi dagur UNESCO er 22.september en UNESCO er skammstöfun fyrir United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er einn af þeim skólum sem ber með sér sæmdarmerki UNESCO en við urðum UNESCO skóli í september árið 2022. Aðild okkar að þessu sterka tengsla neti hefur opnað á fleiri möguleika fyrir alþjóðlegu samstarfi út um allan heim.
En fyrir hvað stendur UNESCO? nánar má sjá um það í frétt hér neðar á síðunni
Þann 25.september er fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og munum við flagga fánanum með stolti. Markmið Sameinuðu þjóðanna parast vel við markmið UNESCO og er meginmarkmiðin að stuðla að bættum heimi. Áherslur Sameinuðu þjóðanna eru einna helst á samfélagsþætti og áhrif á umhverfið á meðan helstu áherslur UNESCO miðast að menntunar- og menningarlega þætti milli landa. Öll þessi markmið tengjast innbyrðis og hafa áhrif á hvert annað.
Kennarar og starfsfólk Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum hlakka til komandi tíma með okkar frábæru nemendum í þessari vegferð að styrkja tengslanet okkar á alþjóðlegum vettvangi, sem og skapa góðar minningar sem munu fylgja okkur um ókomna tíð.