Einkunnir og námsmat
Lokaeinkunnir allra áfanga verða birtar í INNU kl. 10:00 miðvikudaginn 17. desember 2025. Sama dag verður námsmatssýning kl. 12:00–13:00 á 2. hæð. Þá geta nemendur, ef þeir óska, farið yfir námsmat sitt með kennurum.
Kennurum er ekki heimilt að gefa upp lokaeinkunnir áður en þær hafa verið formlega birtar í kerfinu.
Komi í ljós að villa hefur orðið í mati eða einkunnagjöf skal hún leiðrétt. Ef nemandi telur einkunn ósanngjarna og ágreiningur tekst ekki að leysa með kennara, verður málinu vísað til skólameistara til úrlausnar.