19.11.2025
Dagana 9.–15. nóvember sl. fóru tveir kennarar og fjórir nemendur frá FÍV í ferð til Pisa á Ítalíu. Þetta var síðasta ferðin í Erasmus-verkefninu og að þessu sinni var fókusinn settur á tengsl loftslagsbreytinga, vatns og þeirra áhrifa sem breytingarnar hafa á lífríki vatns og sjávar. Ferðin var bæði fræðandi og fjölbreytt, og að venju stóð hópurinn sig afburðavel.
05.11.2025
Eins og margir vita þá eru nemendur FÍV að taka þátt í Erasmus-verkefninu WATER, sem leggur áherslu á að fræðast um loftslagsbreytingar og vatn í tengslum við þær. Dagana 8.–11. september sl. komu nemendur og kennarar frá Pisa á Ítalíu og Seville á Spáni í heimsókn til skólans. Í þessari heimsókn var fókusinn á vatnsfótspor.
07.10.2025
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur á undanförnum árum markað sér sterka stöðu í kennslu málm- og vélstjórnargreinum. Í litlu samfélagi, þar sem sjávarútvegur og iðnaður eru lífæð byggðarinnar, hefur skólinn þróað námsumhverfi sem stenst ströngustu gæðakröfur og er í fremstu röð á landsvísu.
25.08.2025
Kynningarfundur með foreldrum/forsjáraðilum verður 2.09.2025
15.08.2025
Búið er að opna fyrir stundatöflur og geta nemendur nú skoðað þær í Innu.
Töflubreytingar eru eingöngu rafrænar og fara fram í gegnum Innuna (Þetta á ekki við um nýnema sem fæddir eru 2009).