Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 4. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega til að heiðra framúrskarandi starf í íslensku menntakerfi.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt hvatning til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr. Verðlaunin ná til leik-, grunn- og framhaldsskólastigs, sem og til listnáms og félags- og tómstundastarfs, segir í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og frá innviðaráðuneytinu.
Slóð á grein sem birtist í Eyjafréttum 5.nóvember 2025
Grein um tilkynningu verðlaunanna sem birtist í Eyjafréttum 5. nóvember 2025
Slóð á grein sem birtist í Tígli 5. nóvember 2025