Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fyrir framúrskarandi nám í málm- og vélstjórnargreinum
07.10.2025
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur á undanförnum árum markað sér sterka stöðu í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Í litlu samfélagi, þar sem sjávarútvegur og iðnaður eru lífæð byggðarinnar, hefur skólinn þróað námsumhverfi sem stenst ströngustu gæðakröfur og er í fremstu röð á landsvísu.