Fréttir

Erasmus heimsókn í FÍV – vatnsfótspor, pysjur og góðvild í fyrirrúmi

Eins og margir vita þá eru nemendur FÍV að taka þátt í Erasmus-verkefninu WATER, sem leggur áherslu á að fræðast um loftslagsbreytingar og vatn í tengslum við þær. Dagana 8.–11. september sl. komu nemendur og kennarar frá Pisa á Ítalíu og Seville á Spáni í heimsókn til skólans. Í þessari heimsókn var fókusinn á vatnsfótspor.