Erasmus ferð til Pisa í nóvember 2025
19.11.2025
Dagana 9.–15. nóvember sl. fóru tveir kennarar og fjórir nemendur frá FÍV í ferð til Pisa á Ítalíu. Þetta var síðasta ferðin í Erasmus-verkefninu og að þessu sinni var fókusinn settur á tengsl loftslagsbreytinga, vatns og þeirra áhrifa sem breytingarnar hafa á lífríki vatns og sjávar. Ferðin var bæði fræðandi og fjölbreytt, og að venju stóð hópurinn sig afburðavel.