24.05.2025
Sextán nemendur voru útskrifaðir frá FÍV í dag af fjórum mismunandi námsbrautum.
Starfsfólk skólans óskar útskriftanemendum innilega til hamingju með daginn.
Takk fyrir samstarfið og allar góðu samverustundirnar á síðustu árum.
24.05.2025
Við bjóðum upp á fjölmargar námsleiðir fyrir bæði nýnema og eldri nemendur – hvort sem þú stefnir á háskólanám, iðngreinar, heilbrigðisstörf eða vilt efla þekkingu og færni með sveigjanlegu námi samhliða vinnu. Hjá okkur færðu menntun til framtíðar – í öflugu og hvetjandi námsumhverfi þar sem tækifærin eru mörg og framtíðin björt.
Kynntu þér námsframboðið - framtíðin kallar!
Opið er fyrir skráningar í nám til 9.júní.