Íþróttaakademía FÍV og ÍBV í fjallgöngu

Iðkendur í Afreksakademíu ÍBV og FÍV skelltu sér í fjallgöngu á þriðjudaginn  í góða veðrinu og fóru uppá Dalfjall. Þetta var síðasti tíminn á þessari önn og við taka núna lokapróf.
Við óskum þeim góðs gengis í lokaprófunum og hlökkum til að taka á móti þeim aftur í haust.