24.05.2025
Sextán nemendur voru útskrifaðir frá FÍV í dag af fjórum mismunandi námsbrautum.
Starfsfólk skólans óskar útskriftanemendum innilega til hamingju með daginn.
Takk fyrir samstarfið og allar góðu samverustundirnar á síðustu árum.
24.05.2025
Við bjóðum upp á fjölmargar námsleiðir fyrir bæði nýnema og eldri nemendur – hvort sem þú stefnir á háskólanám, iðngreinar, heilbrigðisstörf eða vilt efla þekkingu og færni með sveigjanlegu námi samhliða vinnu. Hjá okkur færðu menntun til framtíðar – í öflugu og hvetjandi námsumhverfi þar sem tækifærin eru mörg og framtíðin björt.
Kynntu þér námsframboðið - framtíðin kallar!
Opið er fyrir skráningar í nám til 9.júní.
28.03.2025
Nemendur í vélstjórn, sem stefna á útskrift á þessu ári, fóru í heimsókn í fraktskipið Brúarfoss sem flutningafélagið Eimskip á. Skipið er það stærsta og aflmesta í íslenska flotanum
25.03.2025
Vertu með!
Opið er fyrir umsóknir í fjölbreytt og spennandi nám í öflugu og hvetjandi námsumhverfi þar sem tækifærin eru mörg og framtíðin björt.
20.03.2025
Kristján Hafþórsson stjórnandi hlaðvarpsþáttanna Jákastið hitti nemendur FÍV og hélt fyrirlesturinn ,,Þú ert frábær”
07.03.2025
Dagana 17 til 22. febrúar fóru fjórir nemendur ásamt tveimur kennurum úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum til Pisa á Ítalíu í tengslum við Erasmus-verkefni skólans. Að þessu sinni var sjónum beint að öfgaviðburðum af völdum loftslagsbreytinga, áhrifum þeirra á samfélög og þeim aðgerðum sem gripið er til bæði til varnar og aðlögunar. Þess má geta að þessi ferð markaði lok fyrri hluta verkefnisins og hefst seinni hluti þess í lok marsmánaðar þessa árs.