Nýtt skólaár hefst – helstu dagsetningar og upplýsingar

Starfssemin í skólanum er nú komin á fullt eftir sumarfrí og við hlökkum til að hitta nemendur aftur eftir gott sumarleyfi.

Stundatöflur og fyrsti kennsludagur

Stundatöflur verða aðgengilegar í kennslukerfi Innu föstudaginn 15. ágúst. Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn. Skráðir aðstandendur nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang með rafrænum skilríkjum.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 19. ágúst.

Móttaka nýnema

Nýnemar verða boðnir velkomnir í skólann mánudaginn 18. ágúst kl. 13:00 - 15:00. Nýnemar mæta með fartölvu þennan dag.

Ýmsar hagnýtar upplýsingar

Töflubreytingar fara fram 15. - 18. ágúst og fara þær fram á Innu. Síðasti dagur til að skrá sig úr áfanga er 4. september.
Nem­endur finna upp­lýs­ingar um bækur og náms­gögn í Innu.
Kynningafundur fyrir foreldra/forráðamenn verður haldinn mánudaginn 25. ágúst kl. 17:00 í sal skólans. Á fundinum verður farið yfir ýmsa þætti í starfi skólans.


Við viljum minna á að í upphafi skólaárs er líka gott að fara yfir allar helstu dagsetningar á skólaárinu og skrá hjá sér. Hér er hlekkur á skóladagatalið 2025-2026.
Einnig hvetjum við alla til að fylgjast með fréttum úr skólastarfinu á Facebook og Instagram.

Endilega hafið samband við skrifstofu skólans ef einhverjar spurningar vakna – skrifstofa@fiv.is
Við hlökkum til að sjá ykkur öll og starfa með ykkur á nýju skólaári.