Nemendur í Ensku með ræðukeppni

Nemendur í ensku (ENSK3MB05) byrjuðu vikunameð krafti og buðu gestum og gangandi að fylgjast með innbyrðis rökræðukeppni þar sem deilumálið var loftslagsbreytingar. Keppt var í 3 lotumog voru liðin annaðhvort með eða á mót því að loftslagsbreytingar væru af mannavöldum eða ekki ( Climatechange: Believers vs. sceptics).  Gestir fengu síðan að meta ræðumennsku og missannfærandi rök ræðumanna eftir ákveðnum mælikvörðum. Þetta var mjög skemmtilegt og áhugavert verkefni