Afreksíþróttaakademía FÍV og ÍBV haustönn 2023

Nemendur Afreksíþróttaakademíu FÍV og ÍBV haustönn 2023 fengu nýjan æfingafatnað á dögunum. Á þessari önn eru 35 nemendur skráðir í Afreksíþróttaakademíuna og mæta þeir á tvær tækniæfingar, tvær styrktaræfingar og æfingar með sínum flokkum hjá ÍBV. ásamt bóklegu  námi .  Í haust hafa þau fengið fyrirlestra frá Elísu Viðarsdóttur næringarfræðingi og Rúnu Sif Stefánsdóttur svefnráðgjafa. Það er því í mörg horn að líta hjá þessum duglegu krökkum.