Annarlok og upplýsingar um innritun fyrir haustönn 2022

Annarlok : Þá er önnin að klárast og kennarar að leggja lokahönd á frágang einkunna og birtast þær á INNU um leið og þær er tilbúnar.

Útskrift : Útskrift þeirra sem eru að ljúka námi fer fram laugardaginn 28. maí kl. 11:00

Innritun nemenda sem eru að ljúka 10. bekk : Innritunartíbilið er opið og lýkur á miðnætti 10. júni. Einkunnir flytjast sjálfkrafa frá grunnskólum. Sótt er um með rafrænum skilríkum í gegnum vef Menntamálstofnunar.

Umsókarfrestur framlengdur : Umsóknarfrestur eldri nemenda (fæddir 2005 og fyrr) fyrir haustönn 2022 hefur verið framlengdur til 10. júní. Sótt er um með rafrænum skilríkumeða Íslykli í gegnum vef Menntamálstofnunar.