Annarlok og útskrift haustannar 2022

Búið er að opna fyrir einkunnir í Innu.
Eins og áður gefst nemendum kostur á að skoða námsmatið og verður námsmatssýningin á morgun frá kl.12:15-13:00 á 3.hæð skólans eða samkvæmt nánari fyrirmælum kennara.Æfing fyrir útskriftarefni annarinnar verður strax að lokinni námsmatssýningu kl.13:15.
Útskriftarathöfn verður á sal skólans laugardaginn 17.desember kl.11:00.

Við þökkum fyrir ánægjulegar stundir á önninni og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.
Með kærri kveðju
Starfsfólk FÍV