Bjóða upp á sértækt íþróttasvið til stúdentsprófs næsta haust

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og ÍBV hafa um árabil átt í samstarfi um íþróttaakademíu í fót- og handbolta. Akademían er hönnuð með það að markmiði að veita nemendum sem leggja stund á þessar íþróttir sem stefna á að komast í meistaradeildir og lengra, tækifæri til að taka íþróttina sem hluta af námi sínu við skólann. Námið er hannað til að veita nemendum tækifæri til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi, fá faglega þjálfun, þróa færni og íþróttahæfileika sína.

Hér er slóð á greinina sem birtist í Tígli 04.03.2023