Breyttir kennsluhættir vegna lokunnar skólans

Breyttir kennsluhættir vegna lokunar skóla

 Kæru nemendur í kvöld tekur í gildi samkomubann og að framhaldsskólum verður lokað á  miðnætti í fjórar vikur.  Þessi ákvörðun er liður í aðgerðum til að stemma stigu við COVID-19 faraldrinum.  Kennsla við  mun því færast yfir á stafrænt form í næstu viku og vera þannig fram að páskum.  Kennarar eru búnir að vera vinna alla helgina og margir hafa látið ykkur vita hvernig námið verður á morgun.   Við munum nota Innuna og önnur forrit sem þið fáið nánari upplýsingar um þegar þar að kemur því kennararnir eru ekki allr að nota það sama en allir nota Innu. Ef þið hafið ekki aðgang að tölvu utan skólans biðjum við ykkur um að senda póst á mig helgak@fiv.is  og munum við reyna að leysa málin. Námið í skólanum er afar fjölbreytt.  Sumt nám kallar á mikla viðveru nemenda í skóla meðan annað er hægt að færa alfarið yfir á netið.  Og svo er slatti af greinum sem lenda þarna mitt á milli.  Það er markmið okkar að nemendur verði fyrir sem minnstum töfum í námi og mun námið meðan á skólalokun stendur taka mið af því.  Því má gera ráð fyrir að námsáætlanir breytist í sumum fögum og er því mikilvægt að þið fylgist vel með.  Þá verða kennsluhættir misjafnir milli greina.   Misjafnt  verður  svo  hvernig kennslustundir og verkefnavinna verður útfærð.  Þið munuð fá nánari upplýsingar um það frá ykkar kennurum. Þótt þið getið ekki mætt í skólahúsnæðið munum við reyna að sinna ykkur eins vel og hægt er. Þannig verður hægt að fá viðtöl yfir netið við ráðgjafa og Ingibjörg hefur aðgengi að sálfræðingi ef ykkur finnst þið þurfa hjáp frá honum.  Systa hjálpar ykkur á skrifstofunni en nú þurfið þið bara að senda henni póst skrifstofa@fiv.is við munu taka við erindum og koma þeim áleiðis o.s.frv. þótt mest af þeirri vinnu verði unnin heiman frá.  Nú er aldeilis gott að vera komin með tækni sem gerir okkur þetta kleift. Að lokum vil ég hvetja ykkur til þess að fylgja fyrirmælum landlæknis um sóttvarnir í hvívetna.  Þá hvet ég ykkur til þess að stunda námið vel meðan á lokun stendur og huga einnig vel að ykkur sjálfum og fólkinu í kringum ykkur. Ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er.

 

En nokkrir punktar: 

  1. Þið mætið í námið skv. stundatöflu og nánari fyrirmælum kennara. Nemendur í verklegum áföngum fá fyrirmæli frá kennurum en ljóst er að vinnu á verkstæðum verður frestað.

 

  1. Margir kennarar eru búnir að láta ykkur vita varðandi morgundaginn og þið fylgið þeim fyrirmælum.

Námið fer fram á Innu, í Innu er skráð hvað og hvernig námið á sér stað í hverjum tíma. Hér er búið að teikna upp hvernig fyirkomulagið verður, Fyrirkomulags náms vegna skólalokunar, https://quality.ccq.cloud/publishDocument/9cwgFAEzFnhbqDAuo

 

  1. Það er ekki slakað á mætingareglum, þið þurfið að skrá ykkur í hvern tíma til að fá mætingu, það er gert í umræðusvæði Innu á þeim tíma sem hann er í stundatöflu.
  2. Ef þið eruð veik eða þurfið leyfi þá sækið þið um það í Innu alveg eins og venjulega.
  3. Þið þurfið að virða skilafresti verkefna og skila á réttum tíma, ef þið þurfið frest þá er það einungis skólameistari Helga Kristín helgak@fiv sem gefur þá fresti.
  4. Þetta er krefjandi verkefni en á eftir að ganga vel.

Að lokum.

Vil ég hvetja ykkur til eftirfarandi:  

 • Verið virk í INNU

• Verið dugleg að fylgja námsáætlunum

• Verið dugleg að tala við samnemendur og miðla til hvors annars

• Hvetjið hvort annað til dáða

• Verið óhrædd við að spyrja kennarann spurninga þó kennsluformið sé öðruvísi • Ef þið sjáið aðrar lausnir sem virka vel þá miðlið því til hópsins

 

 Við sýnum umburðarlyndi og sveigjanleika á tímum sem þessum.

 Ég vona að ykkur gangi allt í haginn í þessum erfiðu aðstæðum sem við glímum við og mætum svo hress í skólann þegar að því kemur. Ef einhverjar spurningar vakna þá hikið ekki við að hafa samband.

 

Kveðja

Helga Kristín

skólameistari