Erasmus ferð nemenda FÍV til Hollands

Dagana 16-21. apríl héldu fjórir nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum ásamt tveimur kennurum til Zevenaar í Hollandi. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í Erasmus verkefni þar sem nemendur vinna með nemendum frá öðrum löndum í ákveðnum verkefnum. Nemendur þessa verkefnis eru frá Finnlandi, Eistlandi, Þýskalandi, Hollandi og Íslandi og var þema ferðarinnar andleg vellíðan. Nemendur gistu hjá vinum sínum í Hollandi sem komu í heimsókn til Vestmannaeyja í september á síðasta ári.

Hér er slóð á grein sem birtist í Tígli 08.05.2023