Fíkniefna-og lyfjaneysla

Við viljum vekja athygli á mikilvægum fræðslufundi um fíkniefna- og lyfjaneyslu fyrir alla foreldra og forráðamenn sem haldinn verður í sal framhaldsskólans kl.17:00-18:30 á fimmtudaginn nk.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum stendur fyrir fræðslu um fíkniefna- og lyfjaneyslu. Þar er fjallað um tegundir fíkniefna, einkenni og afleiðingar fíkniefnaneyslu og lyfjaneyslu.

Fræðslufundur fyrir alla foreldra, líka þeirra sem eiga ekki börn í framhaldsskóla, verður haldinn í sal framhaldsskólans fimmtudaginn 4. apríl kl. 17-18.30. Fræðslufundur fyrir nemendur FÍV verður svo haldinn í skólanum föstudaginn 12. apríl nk. á skólatíma.

Hafsteinn Daníel Þorsteinsson, læknir og Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur halda erindi fyrir hönd HSU og Tryggvi K. Ólafsson, lögreglufulltrúi og Heiðar Hinriksson, rannsóknarlögreglumaður og umsjónarmaður fíkniefnaleitarhunds halda erindi af hálfu lögreglu. Að erindum loknum gefst gestum tækifæri á að spyrja fyrirlesara spurninga.

Fíkniefna- og lyfjaneysla er vandi í öllum samfélögum sem hefur gríðarlega skaðlegar afleiðingar fyrir einstaklinga. Það er mat okkar sem að fræðslunni stöndum að besta forvörnin gegn því að börn og unglingar fari að neyta fíkniefna og lyfa sé fræðsla. Þá teljum við einnig nauðsynlegt að veita foreldrum fræðslu um þennan málaflokk.

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta til fundarins.