Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum orðinn UNESCO skóli

Nokkrir nemendur skólans með skírteinið sem staðfestir FÍV sem UNESCO skóla (Fleiri myndir má sjá á …
Nokkrir nemendur skólans með skírteinið sem staðfestir FÍV sem UNESCO skóla (Fleiri myndir má sjá á Instagram síðu skólans)

Hvað þýðir að vera UNESCO skóli ?

UNESCO stendur fyrir Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Á þess vegum er starfrækt alþjóðlegt samstarfsnet skóla sem kallast UNESCO skólar.  Meginmarkmið þess er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu menntunar, vísinda- og menningarmála.  Við skuldbindum okkur til að innleiða verkefni tengdum einhverjum af fjórum þemum UNESCO skóla sem eru : Aþjóðasamvinna, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun og friður og mannréttindi