Græn skref

Lok fjórða skrefsins eru fagnaðarefni sem er gjarnan haldið upp á með kökuboði eða grænum drykkjum.Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fór þó nokkuð óhefðbundnari (og óætari) leið í sínum fögnuði þegar fjórða skrefið kom í höfn á dögunum, því í stað kræsinga fengu starfsmenn kaktusa!

Uppátækið vakti þó kátínu meðal starfsmanna, enda minnir græni litur hinnar bústnu plöntu á afrakstur skrefanna. Nálarnar, segja sumir, tákna þá skjaldborg sem skólinn hefur slegið utan um nærumhverfi sitt með markvissum aðgerðum og umhverfisfræðslu.
Hefst nú keppnin um það hver muni eiga langlífasta kaktusinn. Til hamingju með skrefin, FíV!