Haustönn 2019

Þá er komið að því að skólinn byrji aftur. Hér á eftir koma nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga í upphafi annar.
Stundatöflur og bókalistar verða birtar mánudaginn 19. ágúst. Töflubreytingar fara svo fram rafrænt sama dag og lýkur þann 20.ágúst. Þriðjudaginn 20. ágúst frá 13:00-14:00 verða vinnustofur nýnema. Þeir nýnemar sem þurfa töflubreytingar gera það strax eftir þann fund. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 21. ágúst. Til að komast inn á INNU þarf annaðhvort Íslykil eða Rafræn skilríki.