Már Gunnarsson með fyrirlestur í FÍV

Erindið var virkilega áhugavert og voru nemendur flest sammála um að þetta hafi verið skemmtilegasti og áhugaverðasti fyrirlesturinn sem þau hefðu hlustað á hingað til.  Már talaði sig inn í hug og hjörtu nemenda með einlægni, visku og húmor. Tenging hans við salinn var eftirtektarverð. Viljum við í FÍV þakka Má kærlega fyrir frábært og lærdómsríkt erindi.