Nám á vorönn- enn er hægt að skrá sig

Enn getum við bætt við nemendum. Innritun í fjarnám fer fram á umsóknarvef skólans og stendur til 10. janúar.

Einnig er hægt að sækja um nám í dagskóla og þá sendið þið bara póst á skrifstofa@fiv.is með upplýsingum um nafn og síma og hvaða nám þið ætlið að leggja stund á.

Kennsla hefst föstudaginn 5. janúar.