Nemendur í dönsku á 1. þrepi tóku þátt í alþjóðlegri keppni í Duolingo og unnu til verðlauna.

Í síðustu viku var verðlauna afhending í FÍV, en nemendur í dönsku á 1. þrepi tóku þátt í alþjóðlegri keppni í Duolingo og unnu til verðlauna.
Duolingo er farsímaforrit sem býður upp á nám í tungumálum. Með Duolingo geta notendur þjálfað sig í að tala, hlusta, lesa og skrifa á mörgum mismunandi tungumálum, meðal annars dönsku.
Tungumálanámið er skipulagt sem leikur, þar sem notendur þurfa að klára ákveðna þætti og fá stig fyrir að svara spurningum og leysa verkefni. Duolingo notar líka svokallaðar „gamification“ aðferðir til að auka áhuga notenda og búa til samkeppni í náminu.

 

Hér er slóð á grein sem birtist í Tígli 11.03.2023