Olíuverkefni Schlumberger Company og Orkustofnunar

Fyrirtækið Schlumberger Company sem er með um 100,000 starfsmenn er aðal framkvæmdaraðili verkefnisins og Orkustofnun á Íslandi. Aðeins tveir skólar taka þátt á Íslandi. FÍV, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og FAS, Framhaldsskólinn í Austur – Skaftafellssýslu. Verkefnið snýst um það að finna olíu og gera eins mikil verðmæti úr henni eins og hægt er.
FÍV sendi 9 lið skipuð 4 nemendum hvert og FAS 2 lið einnig skipuð 4 nemendum hvert. Sigurvegarinn fær að launum ferð til Cambridge í England þar sem keppt er við lið Norðmanna. Undanfarin 3 ár hefur FÍV unnið þessa forkeppni og í fyrra unnu FÍV Norðmennina sem var þeirra fyrsta tap.
En í ár sigraði FAS og fer þar með til Cambridge. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og tók tvo daga að skera úr um það hvaða lið hefði unnið.
Lið frá FÍV varð svo í öðru sæti. En öll liðin stóðu sig með mikilli prýði.
Lið FIV var skipað eftirtöldum nemendum:
Eyþór Ágústsson
Jón Kristinn Elíasson
Hafþór Logi Sigurðsson
Jóhann Bjarni Þrastarson