Samkomubann og lokun skóla

Eins og flestir vita er búið að setja á samkomubann frá og með mánudeginum 16. mars. Skólinn er því lokaður fyrir nemendum og skólahald með óhefðbundnum hætti. Námið fer fram í gegnum Innu og eiga nemendur að fylgja fyrirmælum kennara.  Kennararnir ykkar munu vera í sambandi við ykkur og í sameiginingu farið þið í gegnum námið. Ef það eru einhverjar spurningar þá þarf bara að senda okkur tölvupóst.

Gangi ykkur sem best.