Skólinn opnar þriðjudaginn 6. apríl

Skóli hefst að loknu páskaleyfi, þriðjudaginn 6. apríl samkvæmt stundaskrá.
Skólinn er opinn fyrir nemendur og starfsmenn.

 Eftirfarandi samkomutakmarkanir eru í gildi núna:

*Hámarksfjöldi nemenda og starfsmanna í rými er 30.
*Halda skal 2 metra nálægðartakmörkun milli nemenda og starfsfólks en nota grímu ella.
*Blöndun nemenda milli hópa er heimil og starfsfólk má fara milli rýma.
*Um viðburði tengda starfi eða félagslífi í framhaldsskóla fer eftir ákvæði um sviðslistir í reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.