Aníta Lind og Daníel hlutu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands

Hér eru verðlaunahafanir ásamt Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor.
Hér eru verðlaunahafanir ásamt Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor.

Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.

Meðal styrkþega voru tveir fyrrverandi nemendur FÍV þau Aníta Lind Hlynsdóttir og Daníel Hreggviðsson.  Við óskum þeim Anítu Lind og Daníel innilega til hamingju með þennan frábæra árangur. 

Meðfylgjandi er hlekkur með upplýsingum um verðlaunin og verðlaunahafana  

https://www.hi.is/frettir/hatt_i_fjorutiu_afreksnemar_fa_styrki_vid_haskola_islands