Styttist í fyrsta skóladaginn

Undirbúningur fyrir skólastarfið er í fullum gangi.

Skólinn byrjar í næstu viku og stundatöflur opna á mánudaginn 16. ágúst í Innu.
Upplýsingar um bækur og námsgögn er að finna í Innu.

Töflubreytingar verða 17. og 18. ágúst og eru rafrænar.

Tekið er á móti nýnemum miðvikudaginn 18. ágúst kl. 13 á sal skólans og fá þeir kynningu á kennsluháttum.

Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 19. ágúst.