Covid-19 tilkynning

Nýjar samkomutakmarkanir taka gildi um miðnætti og verður öllum framhaldsskólum lokað, líka okkar skóla. Á morgun og föstudag verður sú breyting á skólastarfinu, að í staðinn fyrir hefðbundna kennslu fáið þið svigrúm til að vinna þau verkefni sem þegar er búið að leggja fyrir og eins taka þau rafrænu próf sem þegar er búið að ákveða og eru á Innu.

Síðasti skiladagur verkefna fyrir páskaleyfi, sem hefst á mánudaginn, er á sunnudagskvöld eins og fram kemur í fyrirmælum frá kennurum.
Skólinn er lokaður en hægt er að ná í kennara og annað starfsfólk í gegnum Innu, með tölvupósti og á Teams.
Endilega notið tímann sem best. Skólinn hefst að nýju að loknu páskaleyfi skv. stundaskrá þriðjudaginn 6.apríl. fyrirkomulag kennslunnar verður kynnt fyrir þann tíma en vonandi náum við fljótt tökum á þessu og getum verið með kennslu á hefðbundinn hátt