Upphaf haustannar 2023

Skipulagsvinna haustsins er í fullum gangi og verið er að leggja lokahönd á stundatöflur nemenda.

Nýnemadagur verður fimmtudaginn 17. ágúst kl. 10:00 þar sem nýnemar fá m.a. kynningu á námsumhverfi skólans. Nemendur mæta með fartölvu.

Töflubreytingar eru rafrænar á Innu líkt og áður og opnar fyrir breytingar kl.13:00 á miðvikudaginn 16.ágúst. Þetta á ekki við um nýnema.

Kennsla hefst föstudaginn 18. ágúst skv. stundaskrá.

Opnað er fyrir skráningu í einstaka áfanga í nám á miðvikudaginn 16.ágúst. Nánar um það á heimasíðu skólans https://www.fiv.is/ Endilega hafið samband við skrifstofu skólans (skrifstofa@fiv.is) ef einhverjar spurningar vakna.

Við hlökkum til samstarfsins í vetur.