Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum gerir sér ljóst að starfsmenn eru ein mikilvægasta auðlind hvers skóla og höfuðatriði að sú auðlind sé bæði vel nýtt og að henni hlúð.
Það er því stefna Framhaldsskólans:
að ráða sem hæfasta og best menntaða starfsmenn,með því að...
- ávallt verði unnið að því að manna stöður með réttindafólki.
- vinna að jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum skólans.
að hvetja til sí- og endurmenntunnar starfsmanna, með því að…
- auðvelda aðgang að námskeiðum á starfstíma.
- hafa forgöngu um námskeiðahald fyrir starfsfólk.
- hvetja starfsfólk til þátttöku í mats og gæðastarfi.
að efla starfsvitund og hollustu starfsmanna, með því að…
- allir starfsmenn telji sér viðkomandi allt starf í skólanum.
- hvetja starfsmenn til virkrar þátttöku í þróunar og umbótastarfi.
- efla sameiginlega ábyrgð og skilning á skólastarfinu.
- umbuna þeim er sýna metnað og framsækni í starfi.
að auka starfsánægju og vellíðan starfsmanna, með því að…
- veita hverjum og einum sjálfstæði og aukna ábyrgð í starfi.
- leggja til góða og aðlaðandi vinnuaðstöðu og búnað.
- haga vinnutíma og skipulagi í samræmi við þarfir starfsfólks.
- styðja starfsmenn í félagsstarfi, tómstundum og líkamsrækt.
- bjóða uppá skýrar og ásættanlegar leiðir við lausn vandamála.
að stuðla að samvinnu starfsmanna í milli, með því að …
- fela hópum í stað einstaklinga framgang tiltekinna mála.
- efla og opna samskiptaleiðir innan skólans.
- hvetja starfsmenn til að styðja hver annan í starfi.
- styrkja sameiginlega framtíðarsýn og markmið.