DANS2TL05 - Menning og málnotkun

Í áfanganum er lögð megináhersla á þjálfun í tjáningu, bæði munnlegri og ritaðri, og að nemendur séu færir um að útskýra og rökstyðja mál sitt. Lesefnið er fjölbreytt efni, s.s. bókmenntatextar og fræðitextar, og einnig efni sem tengist áhugasviði nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður. Nemendur kynnast danskri menningu á fjölbreyttan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur beri ábyrgð á eigin námsframvindu og séu meðvitaðir um mismunandi aðferðir til að tileinka sér tungamál. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.