Vegna brota á skólareglum og viðurlög

Brot á skólareglum og viðurlög
Viðbrögð við broti á skólareglum geta verið eftirfarandi, eftir alvarleika brotsins: Munnleg ábending frá starfsmanni skólans, tiltal skólameistara/aðstoðarskólameistara, skrifleg áminning skólameistara, brottrekstur úr áfanga, brottrekstur úr skóla um lengri eða skemmri tíma. Við ítrekuð brot kemur til skriflegrar áminningar til nemandans og forráðamanns hans ef um ólögráða nemanda er að ræða. Nemandinn eða forráðamenn hans hafa andmælarétt telji þeir á sér brotið. Láti nemandi sér ekki segjast og haldi uppteknum hætti varðandi brot á reglum skólans getur komið til brottvikningar hans ef skólaráð tekur þá ákvörðun eftir umfjöllun um málið. Brot á almennum hegningarlögum verða kærð til lögreglu.