EFNA2ES05 - Efnaorka, lotukerfi, efnatengi, lögun sameinda

Í þessum áfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir eru: orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf, Nánar fjallað um Lotukerfi og orkustiga rafeinda, skematísk framsetning efnatengja og Lewis myndir, tengi innan og á milli sameinda, flokkar efnasambanda, lögun sameinda, VSPER þrívíddarkerfið og IUPAC nafnakerfið.