FÉLA2KA05 - Kenningar og aðferðafræði

Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar með það að markmiði að nemendur öðlist skilning á lykilhugtökum greinarinnar og geti sett þau í fræðilegt samhengi. Í lok áfangans skulu nemendur hafa skilning á grundvallar hugtökum, kenningum og vinnubrögðum félagsfræðinnar og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu.