FÉLA3ÞR05 - Félagsfræði þróunarlanda

Nemendur kynnast hugmyndum um skiptingu heimsins í þróuð lönd og vanþróuð. Farið er yfir þau hugtök sem hafa verið notuð um þróunarlönd og nemendur kynnast ólíkri merkingu þróunarhugtaksins. Fjallað er um menningu í þriðja heiminum og nemendur kynnast ólíkum kenningum um orsakir vanþróunar. Fjallað er um kosti þróunarsamvinnu, þátttöku Íslendinga í henni og gagnrýni á þessa samvinnu. Nemendur afla eigin upplýsinga um þróunarlönd og vinna úr þeim.

Slóð á áfanga í námskrá