HEIM2AA05 - Inngangur að heimspeki

Í áfanganum verða teknir fyrir valdir þættir í vestrænni heimspekisögu frá Grikklandi til forna fram að lokum 20. aldar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist undirstöðuþekkingu í þróun heimspeki í gegnum mannskynssöguna ásamt grundvallarskilningi á helstu heimspekikenningum sem hafa mótað viðhorf mannsins til siðferðis, frelsis, trúar og náttúrunnar. Markmið áfangans er að fræða nemendur um fjölbreyttar hugmyndir og stefnur innan heimspekinnar og kynna fyrir þeim aðferðir við að ræða og taka afstöðu um álitaefni í menningu og tilveru mannsins. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda þar sem gerð verður krafa um sjálfstæði þeirra í skoðanamyndun og rökræðum. Verkefnavinna miðar að því að nemendur öðlist hæfni til að móta eigin þekkingu og viðhorf við úrlausn fjölbreyttra viðfangsefna.