HJÚK1AG05 - Hjúkrun grunnur

Í áfanganum er fjallað um sögu og hugmyndafræði hjúkrunar. Kynnt eru lög og reglugerðir sem lúta að heilbrigðisþjónustu á Íslandi, siðareglur sjúkraliða og hvað felst í hugtakinu fagmennska. Fjallað er um umhyggjuhugtakið, andlegar, líkamlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga. Fjallað er um þætti sem hafa áhrif á líðan og breytingar á líkamsstarfsemi. Auk þess er fjallað um umönnum sjúklinga og þætti sem hafa áhrif á sjálfsumönnun.

Slóð á áfanga í námskrá