HJÚK3LO03 - Hjúkrun Lokaverkefni

Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sín með margvíslegum hætti á málstofu.

Slóð á áfanga í námskrá