IÐTE1VB05 - Iðnteikning 1 - grunnur

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist almenna undirstöðuþekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í tvo megin efnisþætti. Í fyrri efnisþætti er fjallað um fallmyndun, en í þeim seinni flatarteikningu og yfirborðsútflatninga. Gert er ráð fyrir að nemendur öðlist færni í lestri og gerð vinnuteikninga, gerð flatarmynda og útflatninga. Nemendur skulu öðlast færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, lestri teikninga og fá grunnþjálfun í gerð vinnuteikninga og útflatninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum og lestri vinnuteikninga. Kenna þarf áfangann samkvæmt STCW alþjóðasamþykktinni með viðeigandi vottun. Nám í áfanganum (og undanfarandi áföngum ef við á) skal samsvara þeim kröfum sem gerðar eru í tilteknum hlutum samþykktarinnar eins og nánar er tilgreint í tilvísanalista sem fylgir námsbrautar-lýsingunni.

Slóð á áfanga í námskrá