ÍSLE1JR05 - Læsi, bókmenntir og ritun, jafnrétti

Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn jafnrétti verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Einnig varða sjálfshjálparbækur, íslensk tónlist og fjölbreytt verkefni nýtt í kennslunni. Jafnréttishugtakið er skoðað í þeim tilgangi að leitast við að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar og forréttinda, hugtök sem unnið verður með eru til dæmis aldur, búseta, kyn, kynhneigð, menning, trúarbrögð, lífsskoðanir, menntun, minnihlutahópar og litarháttur.