ÍÞRÓ1ÚH01 - Útivist og hreyfing

Markmið námsins er að hafa uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu og andlega og félagslega líðan. Kennslan byggist á því að styrkja sjálfsmynd nemanda og auka vellíðan hans með iðkun íþrótta og útivistar. Nemendum er kennt að finna álag við hæfi. Markmiðið er að nemendur átti sig á tengslum hreyfingar við lífsgæði og læri leiðir til að rækta líkama sinn sér til heilsubótar og ánægju til æviloka. 

Slóð á áfanga í námskrá