JABE2MR06 - Járnbending

Í áfanganum læra nemendur um tilgang járnbendingar og samspil steinsteypu og járnbendingar. Fjallað er um lestur járnateikninga og verklýsinga, helstu gerðir steypustyrktarjárns, móttöku þess og geymslu, áhöld og tæki, klippingu og beygingu. Jafnframt er gerð grein fyrir bendinetum og notkun þeirra og hættum sem geta stafað af notkun mótaolíu. Lögð er áhersla á að nemendur geti lesið járnateikningar og þekki vel beygjulista og skýringarmyndir sem þeim fylgja. Farið er yfir járnbendingu einstakra byggingarhluta s.s. sökkla, veggja, platna, bita, súlna og stiga. Kennslan er bæði bókleg og verkleg þar sem nemendur gera einfaldar járnateikningar, beygjulista og binda járnagrind í samræmi við hönnunargögn. 

Slóð á áfanga í námskrá