LANF3ÍS05 - Landfræði

Í áfanganum er fjallað um landfræði sem fræðigrein, notagildi hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Sjónum er annars vegar beint að náttúrulandfræði þar sem fengist er við jarðveg, gróður, veðurfar og landmótun og hins vegar að mannvistarlandfræði þar sem m.a. er lögð áhersla á skipulag umhverfisins og greiningu ólíkra hagsmuna sem tengjast nýtingu lands. Fjallað verður um náttúrulegar hringrásir efna og orku, geislunarbúskap Jarðar, vindakerfi og loftslagsbelti. Farið verður í myndun jarðvegs, eiginleika hans, útbreiðslu, rof og mengun. Fjallað verður um útbreiðslu lífríkis og áhrifaþætti, búsvæðabelti, líffræðilega fjölbreytni og verndun lífríkis. Rætt verður um auðlindanýtingu og umhverfisvandamál sem tengjast röskun á hringrásum. Loks verður fjallað um nýtingu umhverfisins og skipulag landnotkunar og samgangna. Áhersla er lögð á að nemendur vinni sjálfstætt og með öðrum sérhæfð verkefni sem krefjast upplýsingaöflunar með margs konar miðlum. Jafnframt að þeir æfist í að miðla niðurstöðum á gagnrýninn og skapandi hátt. 

Slóð á áfanga í námskrá