LÍFS1GR05 - Lífsleikni

Áhersla er lögð á þekkingu nemenda á skólaumhverfinu. Fjallað er um vinnubrögð í námi, sjálfsmynd, skólakerfi og atvinnulíf, fjármál, neytendamál, umferðina, lýðræði og borgaralega vitund. Einnig er fjallað um næringu, mataræði, geðheilsu, kynhegðun og vanabindandi efni. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, markmiðssetningu og úrvinnslu verkefna með kynningum. 

Slóð á áfanga í námskrá